Guide to Iceland
Connect with locals
Sigurdur Eggertsson
Við erum umlukin náttúrunni og engu öðru. Höldum því þannig
Við erum umlukin náttúrunni og engu öðru. Höldum því þannig

Við erum umlukin náttúrunni og engu öðru. Höldum því þannig

Verified Local

Við erum umlukin náttúrunni og engu öðru. Höldum því þannig

Ég hef nýlega uppgötvað hvað það eitt að leggjast í heitan læk einhversstaðar út í óbyggðunum og vera einn með sjálfum Cher getur gefið manni mikið. Það er nefnilega ómetanleg stund sem hægt er að eiga með eigin hugsunum svona langt frá öllu því eilífa áreiti sem skellur í sífellu á okkur.

Ég var ekki alveg að kaupa þetta þegar ég var fyrst kynntur fyrir þessu. "Á ég semsagt bara að finna einhvern heitan læk og leggjast í hann? Og hvað svo?" Ég ákvað þó að láta slag standa og skaust einn eftirmiðdag með vini mínum aðeins út fyrir borgina og að heitri laug sem hann vissi um. Ekki tók langan tíma að keyra að lauginni en engu að síður sáust varla nein merki um tilvist mannsins þar sem við vorum komnir.

Ég var með skýlu með mér, (þrönga og stutta speedo-skýlu sem er að vinna helling með mér í sundlaugum bæjarins), og bjó mig undir að smeygja mér í hana en vinur minn greip þá í hendurnar á mér, horfði djúpt í augun á mér og sagði: "Hér erum við, aleinir einhversstaðar í útjaðri heimsins, umluktir náttúrunni og engu öðru. Höldum því þannig". Ég sá um leið hversu einkennilegt það hefði verið að vera að baða sig í sundfötum á stað sem þessum. Það hefði skekkt alla heildarmyndina. Svo vitaskuld fórum við naktir ofan í laugina, drukkum í okkur landslagið, önduðum að okkur fílingnum, ræddum um það sem okkur bjó í brjósti milli þess sem við þögðum með umhverfinu.

Ég veit ekki hve lengi við vorum ofaní en einhverjar klukkustundir flugu hjá án þess að við urðum þeirra nokkurntíman varir. Þetta var eitt að fáum skiptum sem mér hefur fundist ég vera í takti við allt í kringum mig og mikið var það endurnærandi. Ég vaknaði daginn eftir fullur orku og ákvað að ég skyldi gera þetta aftur hið fyrsta. Ekki löngu seinna endurtók ég leikinn en í nýrri laug og í þetta skiptið var ég einn. Og ekki var það síðra í það skiptið.

Ég mæli eindregið með þessu fyrir alla en Cher í lagi þá sem eru að kafna í öllum skarkalanum og vilja koma upp til að anda.